Við erum lítið íslenskt teymi með stórar hugmyndir.


Árið 2024 hófum við þróun á leikkerfi frá grunni sem reyndist bæði skemmtilegt og einfalt að læra.


Við nýtum nýjustu verkfæri, þar á meðal gervigreind, til að byggja upp leikjaheiminn okkar og gera hugmyndir að veruleika hraðar. Fyrir okkur snýst þetta fyrst og fremst um að spila, skapa og skemmta okkur.


Teymið býr yfir margra ára reynslu í skapandi vinnu og við vitum mikilvægi þess að tileinka sér þau tól sem gera verkefnin betri. Með því getum við gefið út fleiri og fjölbreyttari spil en annars væri mögulegt.


Glímudýrin hófst sem lítið tilraunaverkefni sem fékk frábærar viðtökur. Útkoman hvatti okkur áfram og nú langar okkur að þróa þetta lengra, vonandi með ykkur með í för.