Safnaðu og sigraðu!
Glímudýrin er nýtt íslenskt safnkortaspil með skæri, blað, steinn leikkerfi.
Þú keppir með spilunum og tening.
Glímudýrin er nýtt íslenskt safnkortaspil með skæri, blað, steinn leikkerfi.
Þú keppir með spilunum og tening.
Uppí vinstra horni á hverju spili eru tölustafir, þeir gefa til kynna hvað spilið gildir marga punkta.
Í upphafi ákveða spilarar heildarfjölda punkta sem skal nota.
3 punktar ~5-15 mín, 6p ~15-30 mín, 10p ~30+ mín.
Spilarar velja spil sem þeir munu spila með.
Þeir velja dýr, og ef þeir vilja geta þeir valið búnað og dýrahirði.
Þegar spilin hafa verið valin og punktar nýttir innan takmarks, er liðið tilbúið til leiks.
Kastið teningi til að ákveða hvor byrjar.
Báðir spilarar leggja út eitt spil samtímis og geyma hin til hliðar.
Nú er gott að skoða "Áhrif óvina" og sjá hvort dýrið þitt varð betra eða verra út af spili mótherja
“Spilari 1” velur brellu og kastar tening.
Ef kastið passar ekki við teninga þeirrar brellu, þá á “Spilari 2" að gera
Ef kastið passar við brelluna þá þarf “Spilari 2” að kasta tening til að verjast.
Ef “Spilari 2” nær ekki tölu sem er í vörninni sinni, þá virkar brellan hjá “Spilara 1”.
Ef “Spilari 2” fær tölu í vörn, virkar brellan ekki.
Það á alltaf að kasta vörn til að reyna stoppa allar brellur sem andstæðingur nær, líka græn hjörtu
Nú er komið að “Spilara 2” að gera brellu.
Þannig skiptast þeir á.
Þegar dýr hefur misst öll líf er það fellt og fer til hliðar.
Þá velur spilarinn sem missti dýrið, nýtt dýr úr hlöðunni sinni og leggur út ef hann hefur ekki klárað punktana sína.
Sigurvegarinn er sá sem á síðasta dýrið eftir í leik þegar mótherji er búinn með punktana.
Flokkar hafa áhrif á köst.
Flokkarnir eru: Tennur, fjöður og skjöldur
Öll dýr tilheyra flokki, svipað og "skæri, blað, steinn".
Dýr geta bætt við eða misst tölu úr köstum.
Þessi áhrif gilda fyrir öll köst – bæði brellur og vörn.
Þær tölur sem eru við "+" bætast við köst hjá því dýri, sé það að keppa á móti þeim flokk.
Þær sem eru við "-" dragast frá köstum sé það dýr að keppa á móti þeim flokki
Dæmi: (mynd fyrir ofan)
Föxi (skjöldur) keppir á móti Snáta (tennur)
4 (teningur sýnir 4) bætist við brellur og vörn hjá Föxa sem gerir hann betri á móti Snáta (Tönnum)
Snáti hefur engin áhrif, þar sem það eru engar tölur við Skjöld hjá honum, svo hans köst haldast óbreytt
Ef dýr byrjar með 5 hjörtu í líf skaltu rétta út 5 fingur á vinstri hendi, lófi niður.
Ef dýrið hefur fleiri en 5 hjörtu, snúðu lófanum upp og bættu við fingrum.
Þegar líf lækkar í 5 eða færri, snýrðu lófanum niður og lækkar eftir því sem þau tapast.
Fyrstu dýrin eru lögð út samtímis í byrjun leiks.
Þau beita brellum til að fella hjörtu af mótherjanum.
Þegar dýr er fellt, fer það til hliðar og þá má leggja út nýtt dýr – svo lengi sem keppandinn á enn ónotaða punkta.
Ef dýr hafa ekki punktamerkingu í vinstra horninu, teljast þau 2 punkta virði. (Gamalt kerfi)
(ekki dýr ekki fólk)
Er notaður til að setja á dýr og styrkja þau
Dýr má aðeins vera með einn búnað í einu, og búnaðurinn verður að vera úr sama flokki og dýrið.
Búnaður sem er settur út á sama tíma með dýrinu, fellur með dýrinu.
Dýr geta ekki haft meira en 10 í líf.
Tengingaköst geta ekki verið fleiri en 5 tölur, ef dýrið er með allar 6 þá gildir talan 1 ekki.
Ef búnaður lækkar líf niður í 0 er ekki hægt að setja þann búnað á það dýr.
Bæta öll dýr í sínum flokki.
Aðeins má spila einn dýrahirði í leik.
Dýrahirðir hefur áhrif á brellur, en einungis hjá dýrum úr sama flokki.
Hægt er að leggja út dýrahirði hvenær sem er, svo lengi sem leikmaður á næga punkta fyrir hann.
Ef búnaður og dýrahirðar stangast á, skal reikna mismuninn annars gildir Dýrahirðir.